![mini2.jpg](https://static.wixstatic.com/media/b74527_ee9f1166c3174c138f811cbfbccc45d3~mv2.jpg/v1/fill/w_745,h_559,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/b74527_ee9f1166c3174c138f811cbfbccc45d3~mv2.jpg)
ÓHÁÐ BIRTINGA- OG FRAMLEIÐSLURÁÐGJÖF
Viltu lækka birtinga- og framleiðslukostnað og ná sama eða betri árangri? Við hjá MEIRA & MINNA getum aðstoðað með það! Lestu meira um okkar óháðu ráðgjöf hér að neðan.
EINN HELSTI KOSTNAÐARLIÐUR MARKAÐSMÁLA
Birtingar og framleiðsla auglýsinga er oft einn helsti kostnaðarliður í markaðsmálum fyrirtækja. Það getur því sparað háar fjárhæðir að hagræða í framleiðslu og birta á réttum stöðum og á réttum tímum.
Oftar en ekki eru birtingar og framleiðsla unnin í samstarfi við auglýsingastofu eða framleiðslufyrirtæki. Langflest þessara fyrirtækja vinna með heilindi að leiðarljósi og standa sig ótrúlega vel í því sem þau gera. Það þarf samt ekkert séní til að átta sig á því að þau eru einnig að reka fyrirtæki og vilja auðvitað hámarka sinn hagnað, og því hærri birtinga- eða framleiðslukostnaður, því meiri peningur kemur inn í kassann.
HAGSMUNÁREKSTUR
Birtinga- og framleiðsluráðgjöf auglýsingastofa leiðir því óhjákvæmilega til ákveðins hagsmunaárekstrar. Enda er það augljóst mál að það er ekki hagur fyrirtækis að birta alltaf meira eða borga meira fyrir framleiðslu. Ef fyrirtækið býr svo ekki yfir ákveðinni sérþekkingu á birtingum, hönnun eða framleiðslu þá er mjög erfitt fyrir þau að rengja þá ráðgjöf sem þau fá.
Þetta sést einna best þegar kemur að birtingum og framleiðslu auglýsinga:
-
Ákveðnir miðlar talaðir niður eða lítið sem ekkert rætt um þá
-
Þetta á sérstaklega við um stafræna miðla
-
-
Einblínt er á ákveðnar tölfræðilegar upplýsingar sem hljóma ótrúlega vel en segja í raun ósköp lítið
-
Til dæmis þegar bent er á milljón impressions á mbl.is
-
-
Dýrari miðlum hampað fram yfir ódýrari
-
Lengri auglýsingar taldar betri
-
Verðlaun eru ofmetin
-
Árangur vanmetinn
-
Óeðlilega langur tími tekinn í einfalda hönnun
-
Framleiðsla auglýsingu fer ekki í útboð
-
Og fleira
MEIRA & MINNA BÝÐUR UPP Á 100% ÓHÁÐA RÁÐGJÖF
Við getum veitt 100% óháða ráðgjöf er varðar birtingar og framleiðslu á auglýsinga því við erum hvorki auglýsingastofa né framleiðslufyrirtæki og erum því ekki að fara að taka að okkur auglýsingagerð eða umsjón birtinga.
Við viljum vinna í góðu samstarfi með auglýsingastofum, birtingahúsum og framleiðslufyrirtækjum að því markmiði að þau fyrirtæki sem eru í samstarfi með okkur fái sem mest fyrir peninginn og að markmið séu skýr. Meira fyrir minna!
![seongyong-im-Mf3SoMbUQU0-unsplash.jpg](https://static.wixstatic.com/media/b74527_1f323232adff4163aa97ace4f51be996~mv2.jpg/v1/crop/x_0,y_953,w_7360,h_3006/fill/w_774,h_316,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/seongyong-im-Mf3SoMbUQU0-unsplash.jpg)
MARKAÐSAKEDEMÍA MEIRA & MINNA
SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA
LEYFIÐ OKKUR AÐ AÐSTOÐA YKKUR!
Við hjá MEIRA & MINNA þekkjum vel til birtinga og framleiðslu á auglýsingum. Við bjóðum upp á ýmiss konar þjónustu en þar má nefna:
-
Óháða ráðgjöf – Við höfum ekki hag af því hversu mikið sé birt eða framleitt
-
Stefnumótun birtinga
-
Aðstoð með hvaða miðlar henta best hverju sinni
-
Greiningu á tölulegum gögnum
-
Ákvörðun árangursmælikvarða sem skipta í alvöru máli
-
Eftirfylgni
Við hjá Meira & Minna erum þess fullviss að með óháðri ráðgjöf okkar geta fyrirtæki sparað sér háar upphæðir og á sama tíma náð betri árangri.
Hafðu samband með því að senda okkur póst á info@meiraogminna.is eða með því að fylla út inn í formið hér að neðan.