top of page
mini.jpg

MARKAÐSRÁÐGJÖF

Í markaðsráðgjöf MEIRA & MINNA er lögð áhersla á að hún sé markviss og mælanleg. Þannig næst að spara tíma, kostnað og auka líkur á að samstarfið skili tilætluðum árangri. Markaðsráðgjöfinni má skipta upp í fjóra hluta:

GREINA TÆKIFÆRI

Með því að sameina krafta okkar og þekkingu getum við greint þau markaðs- og sölutækifæri sem standa fyrirtækinu til boða er varðar t.d póstlista, leitarvélabestun, markaðs- og þjónusturannsóknir, stafræna miðla og óháða framleiðslu og birtingaráðgjöf.

MARKMIÐ OG MÆLINGAR

Þegar möguleg tækifæri liggja fyrir er komið að því að setja saman framkvæmdaáætlun. Sett eru markmið með vinnunni og ákveðið hvaða lykilþætti skal horfa á. Slíkir árangursþættir geta t.d. verið aukin sala, fleiri heimsóknir á vefsíðu, fleiri netföng á póstlista, minni birtingarkostnaður og svo framvegis.

Við hjá Meira & Minna tökum aðeins að okkur verkefni þar sem við erum 100% viss um að ná árangri.

TÆKIFÆRI VERÐA AÐ VERULEIKA

Þegar við höfum greint þau tækifæri sem eru líkleg til árangurs, sett okkur markviss og mælanleg markmið og sett saman áætlun um það hvernig við ætlum að ná þeim markmiðum er um að gera að bretta upp ermarnar og hefjast handa. Vinnum í því að láta tækifæri verða að veruleika.

EFTIRFYLGNI OG SJÁLFBÆRNI

Lykilatriði til að ná árangri til lengri tíma er að fylgjast með lykilþáttum og/eða markmiðum sem stefnan hefur verið sett á. Við hjá Meira & Minna munum gera okkar allra besta til að sjá til þess að þið hafið þau tól og þekkingu sem þarf til að fylgja vinnunni eftir sjálf.

seongyong-im-Mf3SoMbUQU0-unsplash.jpg

MARKAÐSAKEDEMÍA MEIRA & MINNA

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

LEYFIРOKKUR AÐ AÐSTOÐA YKKUR!

Við hjá MEIRA & MINNA viljum gjarnan aðstoða fyrirtæki þitt við að ná árangri í sölu- og markaðsmálum. Við getum hjálpað ykkur að:

  • Ná meiri árangri með markaðs-, þjónustu- og söluaðgerðum 

  • Spara kostnað til lengri tíma

  • Setja raunhæf markmið og mæla árangur

  • Greina tækifæri

  • Sinna eftirfylgni

Hafðu samband með því að senda okkur póst á info@meiraogminna.is eða með því að fylla út formið hér að neðan. 

HAFÐU SAMBAND

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page