top of page
mini.jpg

MARKAÐS- OG ÞJÓNUSTURANNSÓKNIR

Það að mæla upplifun viðskiptavinarins á vörumerki er eitt af mikilvægari skrefum sem fyrirtæki geta tekið. Rannsóknir hafa sýnt að fylgni sé milli ánægju viðskiptavina og tekjuaukningar fyrirtækis.

MIKILVÆGI MARKAÐS- OG ÞJÓNUSTURANNSÓKNA

Markaðs- og þjónusturannsóknir hafa ítrekað sannað notagildi sitt. Því þær:

  • Endurspegla sýn viðskiptavinarins á fyrirtækið eða vöruna

  • Sýna raunþarfir viðskiptavina

  • Gefa góða mynd af markaðnum og samkeppninni

  • Hjálpa til við að auka tryggð viðskiptavina

  • Leiða til betra umtals (e. word of mouth)

  • Hjálpa til við forgangsröðun verkefna

  • Lengja viðskiptasambönd

  • og margt  fleira

FYRIRTÆKI VILJA VITA MEIRA

Öll fyrirtæki vilja vita hvar þau standa er varðar gæði þjónustu, hversu ofarlega þau eru í huga (e. Top of Mind) og sem fyrsta val mögulegra viðskiptavina. Öll vilja þau líka halda utan um töluleg gögn tengd heimasíðu, þjónustukönnunum, samfélagsmiðlum, símtölum og tölvupóstum og þannig mæla árangur í sölu- og þjónustumálum.

Þrátt fyrir viljann þá er staðreyndin samt sú að fæst fyrirtæki eru með þessi mál upp á 100% og ástæðan er nokkuð einföld: Að stilla þessu upp krefst sérþekkingar, vinnu og þau telja þetta ekki vera forgangsmál. Þannig að þetta kemst ekki í verk.

ÆTTI AÐ VERA Í FORGANGI

Þessi málaflokkur ætti þó að vera með forgang hjá fyrirtækjum því þannig geta þau byggt ákvarðanir sínar á réttum gögnum og margfaldað líkur á árangri.

Við lendum ítrekað í því að fyrirtæki telja ákveðna hluti vera vegna þess að hitt eða þetta gerðist: Söluaukning vegna vefauglýsingar eða færri viðskiptavinir vegna veðurs. Staðreyndin er að það er hægt að mæla þetta allt og þar með hætta þessum ágiskunum.

LEYFIРOKKUR AÐ AÐSTOÐA YKKUR!

Við hjá MEIRA & MINNA þekkjum vel til helstu markaðs- og þjónusturannsókna. Það eru ansi margar í boði og getum við aðstoðað alla þá sem vilja taka skrefið og byrja að mæla.

  • Ráðgjöf er varðar val á markaðs- og þjónusturannsóknum

  • Ráðgjöf við val á kerfum og aðferðum

  • Að spyrja réttu spurninganna

  • Umsjón og uppsetning

  • Eftirfylgni

Við hjá Meira & Minna erum sérfæðingar í markaðs- og þjónusturannsóknum og getum aðstoðað fyrirtæki að taka fyrstu skrefin í að vita meira um markaðinn, viðskiptavinina og fyrirtækið.

 

Við getum aðstoðað ykkur við:

Hafðu samband með því að senda okkur póst á info@meiraogminna.is eða með því að fylla út í formið hér að neðan. 

HAFÐU SAMBAND

Takk fyrir að hafa samband!

seongyong-im-Mf3SoMbUQU0-unsplash.jpg

MARKAÐSAKEDEMÍA MEIRA & MINNA

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA
bottom of page