PERSÓNUVERNDARSTEFNA
MEIRA & MINNA
Í þessari persónuverndarstefnu útskýrum við hver við erum, ástæðuna fyrir því að við vinnum með gögn um þig, hvernig við vinnum úr þeim, með hverjum við deilum þeim, hversu lengi við geymum þau og hvernig þú getur haft samband við okkur og nýtt þinn rétt.
MEIRA & MINNA framkvæmir söfnun, nýtingu og vinnslu persónuupplýsinga, og leggur áherslu á vernd persónuupplýsinga viðskiptavina sinna og friðhelgi einkalífs. Öll vinnsla MEIRA & MINNA á persónuupplýsingum fer fram í samræmi við lög um persónuvernd nr. 90/2018 og almennu persónuverndarreglugerðina ESB/2016/679.
MEIRA & MINNA veitir upplýsingar um þau gögn sem við söfnum og hvað við gerum við þau sé þess óskað
Almennt um persónuupplýsingar:
Allar upplýsingar sem auðkenna þig, svo sem nafnið þitt, netfang, tengiliðaupplýsingar þínar, kaupsaga þín eða upplýsingar um hvernig þú notar heimasíðu okkar, teljast til persónuupplýsinga.
Hvaða upplýsingum söfnum við?
Við söfnum og gætum geymt þær upplýsingar sem þú gefur okkur upp á heimasíðu okkar www.meiraogminna.is. Þar má nefna hluti eins og IP addressur, netföng, nafn og símanúmer. Við gætum einnig notal tól eða tæi til að mæla og safna gögnum um veru þína á vefnum okkar en þar má nefna lengd heimsóknar, viðbragðstíma síða, hvað er opnað og klikkað á. Einnig greinum við hvaða tæki notandi er á (síma, spjaldtölvu eða tölvu) og hvaða vafra notandi er að nota.
MEIRA & MINNA safnar ekki viðkvæmum persónuupplýsingum um uppruna, trúaarbrögð, kynhneigð, kynþátt, stjórnmálaskoðanir, heilsufar, erfðafræðilegar upplýsingar eða lífkennaupplýsingar.Það sama á við um upplýsingar um sakfellingar í refsimálum eða refsiverð brot.
Hvaða upplýsingum söfnum við?
Megintilgangurinn með vinnslu persónuupplýsinga þinna er að veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir.
-
Það er að þegar þú fyllir inn upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang í hafðu samband formið okkar á vefnum www.meiraogminna.is þá munum við geyma þær upplýsingar til þess að hafa samband við þig.
-
Við geymum persónuupplýsingar um þig ef þú hefur óskað eftir því að fá sent markaðsefni frá okkur. Þar má nefna nafn, netfang, símanúmer, nafn fyrirtæki og þær tegundir af þjónustu sem notandi hefur áhuga á. Þessar upplýsingar eru svo nýttar í að senda þér markpóst. Markpósturinn gæti verið sniðinn að notenda til að tryggja ánægju hans. Vert er að nefna að hvenær sem er, er hægt að afskrá sig af póstlista MEIRA & MINNA.
-
Við söfnum upplýsingum um þig til þess að geta framkvæmt markaðsrannsóknir og greiningar. Það er að segja að við greinum hvernig notendur nota vefinn okkar og nálgast þá þjónustu sem við hjá MEIRA & MINNA höfum upp á að bjóða. Þetta gerum við til þess að bæta þjónustuna okkar og gera viðeigandi breytingar á vef.
-
Við gætum sameinað ópersónuleg markaðsgögn við þriðja aðila (Google, Facebook, WIX og fleiri) þannig bæði fyrirtæki getið skilið virkni sem best.
-
Jafnvel þó þú hafir kosið að fá ekki markaðsefni sent frá okkur þá gætum við haft samband vegna annarra mála. Þar má nefna persónuleg tilboðsgerð óunnin úr þínum persónulegu gögnum og ef þú eða þitt fyrirtæki hefur óskað eftir þjónustu hjá MEIRA & MINNA eða ef einhvern vandamál skyldu koma upp.
-
Einnig gætum við geymt gögn frá þér í stjórnarlegum eða rekstrarlegum tilgangi. Við getum notað og geymt persónulegar upplýsingar þínar, þar með talið kaupsögu þína, í stjórnunarlegum tilgangi sem gæti falið í sér t.d. bókhald og reikningagerð, endurskoðun, staðfestingu á kreditkorti eða öðru greiðslukorti,
Hvernig geymum við persónuupplýsingar þínar?
Vefsíða MEIRA & MINNA er hýst á Wix.com. Wix.com útvegar okkur svæði þar sem við getum selt þá þjónustu sem við erum upp á að bjóða. Upplýsingar gætu því verið geymdar hjá Wix.com. Þau geyma allar upplýsingar á öruggum serverum bakvið varða eldveggi. Hér er hægt að nálgast lista af þeim vafrakökum sem við söfnum á wix.
Einnig eru geymd ópersónulegar upplýsingar hjá Google. Þær upplýsingar eru varðveiddar á öruggum stað. Hér eru listi af vafrakökum sem Google Analytics safnar um notendur:
Hvernig höfum við samband við notendur vefsíðunnar og viðskiptavini?
Við gætum haft samband við þig í gegnum tölvupóst eða með símtali. Þetta gæti verið gert til að sinna þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á en einnig til þess að rukka fyrir þjónustu, spyrja spurninga um þá þjónustu sem við höfum boðið upp á eða ef það skyldi vandamál koma upp.
Breytingar á þessari persónuverndarstefnu?
MEIRA & MINNA getur gert breytingar á þessari persónuverndarstefnu á hverjum tíma. VITA gæti sett inn tilkynningu eða sent póst um breytingar. Alltaf er þó hægt að skoða nýjustu útgáfuna af persónuverndarstefnu MEIRA & MINNA á heimasíðu okkar www.meiraogminna.is.
Breytingar á þessari persónuverndarstefnu?
Ef þú vilt ekki að við söfnum persónuupplýsingum um þig samkvæmt stefnu okkar þá verður þú að hætta að nota þjónustu okkar og eyða reikningnum þínum ef við á. Enn fremur getur þú lagt fram beiðni um eyðingu gagna eða leiðréttingu með því að senda okkur póst á info@meiraogminna.is. Beiðni þín verður að innihalda nafn, kennitölu og upplýsingar um beiðnina. Einnig verður að fylgja með henni afrit af persónulegum skilríkjum og undirskrift þína með dagsetningu þegar pósturinn var sendur. Sé sótt um fyrir hönd annars aðila þarf undirritað umboð frá viðkomandi.