Að byggja upp póstlista er tiltölulega auðvelt ef maður veit hvað maður er að gera. Það eru vissir þættir sem maður þarf að hugsa út í og gera rétt frá byrjun en þegar því er lokið, þá er hægt að byrja að safna netföngum, senda á markhóp og sjá árangur.
Áður en lagt er af stað
Það eru þó nokkrir hlutir sem mjög mikilvægt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í það ferðalag að virkja póstlistann sinn:
Að flokka listann niður á markhópa
Flestir halda að mikilvægast sé að safna sem flestum netföngum, en að flokka listann niður á markhópa (e. segment) er jafn mikilvægt. Því þannig næst fram meiri hollusta hjá notendum og þeir eru líklegri til að opna tölvupóstana. Þá er einnig hægt að senda oftar án þess að notandinn flokki póstana sem rusl.
Persónuvernd - GDPR reglugerðin
Það geta verið afdrífrík mistök að fylgja ekki öllum lögum og reglum er varðar persónuvernd en eins og flestir vita voru persónuverndarreglur hertar töluvert nýlega. Það héldu margir því fram að þetta myndi marka endalok markaðssetningar í gegnum tölvupóst en það var aldeilis ekki raunin. Staðreyndin er að með aukinni netsölu hefur staða póstlistans aðeins styrkst.
Góðu fréttirnar er varðar GDPR eru þær að þó að regluverkið sé auðvitað gífurlega flókið þá eru grunnreglurnar einfaldar: Viðskiptavinurinn þarf að samþykkja veru sína á listanum (opt-in), hann þarf að geta afskráð sig, ekki má geyma gögn lengur en þurfa þykir, persónuverndarstefnan þarf að vera skýr og það má ekki vera hægt að persónugreina gögnin.
Val á póstlistakerfi
Að velja póstlistakerfi getur verið smá snúið. Því það getur reynst dýrt að fara af stað með kerfi sem hentar manni ekki þegar lengra er komið. Flest öll kerfi rukka annað hvort m.v hversu marga notendur maður er með eða hversu marga tölvupósta maður sendir. Sum bjóða upp á markhópa skiptingar og önnur þægilegt viðmót hvað varðar hönnun. Allt þetta þarf að taka í reikninginn þegar rétta kerfið er valið.
Önnur tæknileg atriði
Önnur tæknileg atriði sem þarf að hafa í huga er að ákveða hversu oft eigi að senda og hvenær. Einnig má huga að hönnun á póstunum og ákveðinn einhver talandi. Einnig leggjum við mikla áherslu á að setja sér markmið og ákveða lykilmælikvarða (e. KPI´s).
Þegar þessu er lokið þá er gott að hefjast handa og byrja safna netföngum.
![Eitt sinn var snigglapóstur málið](https://static.wixstatic.com/media/b74527_95740bcd100b4b3da40efc5d2122b4e9~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_653,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/b74527_95740bcd100b4b3da40efc5d2122b4e9~mv2.jpg)
Safna netföngum
Að safna netföngum er það dýrasta við markaðssetningu í gegnum tölvupósta. Vert er þó að nefna að hér erum við þó aðeins að tala um brot af þeim kostnaði sem færi venjulega í aðrar markaðsaðgerðir. Einnig er fjárfestingin mjög fljót að borga sig upp.
Ýmsar leiðir eru mögulegar til þess að safna netföngum og hafa þær allar sína kosti og galla. Þar má nefna:
Skráningarform á heimasíðu
Leikir á samfélagsmiðlum
Þegar kaup eiga sér stað í verslun eða á neti
Með bloggi
Bjóða upp á afslættamiða
Auglýsa póstlistann
Samstarf með öðrum (t.d samfélagsmiðlastjörnum)
Og margt fleira.
Hversu mörg netföng erum við að tala um?
Það fer auðvitað eftir mörgu. Til að byrja með þá er það breytilegt m.v fyrirtæki því þau eru misþekkt á markaði, hafa misstóra markhópa og bjóða upp á misháugaverðar vörur. Einnig skiptir máli hversu miklu fjármagni fyrirtækið er tilbúið að setja í póstlistann.
Að okkar mati þá geta þó felst öll fyrirtæki vel stefnt að því að vera búinn að safna 15.000 til 20.000 netföngum ári eftir að þau byrja að safna.
Raundæmi um árangur - Meira en 65.000 netföng
Við hjá MEIRA & MINNA höfum safnað yfir marga tugi þúsunda netfanga. Besta dæmið er líklegast hjá ákveðinni ferðaskrifstofu en með ýmsum leiðum byggðum við upp sterkasta póstlista á landinu með yfir 65.000 netföng. Þar af var lang stærsti meirihlutinn af netföngunum flokkuð í markhópa. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu dýrmætt það er að eiga þannig lista.
Comentarios