Frá blómatíma Facebook (árin 2009 til 2013) hefur margt breyst. Allt í einu þurftu íslenskir markaðsmenn að breyta hvernig auglýsingum væri háttað og aðlaga sér að samfélagsmiðlum. Allt í einu þá virkaði ekki lengur að henda í auglýsingu með textanum „15% afsláttur af öllum gengjum ef einnig er keypt spliff“ og ætlast til að hann myndi ná einhverjum árangri. Reiknirit (e. algorithm) Facebook verðlaunuðu aðeins þá sem póstuðu áhugaverðu efni fyrir notendur. Meira er fjallað um þetta í fyrri færslu sem hægt er að nálgast hér.
![Nokkur góð ráð til að ná árangri á Facebook](https://static.wixstatic.com/media/b74527_c580e41d53f74932a6b79a975e82ba52~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_539,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/b74527_c580e41d53f74932a6b79a975e82ba52~mv2.jpg)
Síðan 2013 þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur miðillinn tekið stakkaskiptum, og samt ekki. Stærsta breytingin er sú að í dag þá þarf að greiða fyrir nánast alla dreifingu á póstum. Það er þó ekki nóg að henda peningum í síðuna, því ef maður ætlar í alvöru að gera þetta rétt og ná árangri þá þarf maður hafa vissa hluti á hreinu.
Að skilja hugmyndafræði Facebook og Google kemur manni nokkuð langt. Það er að fyrirtækin eru fyrst og fremst með fókus á notendur. Notendaupplifunin skiptir meira máli en einstaka fyrirtækja. Miðlanir reyna því að læra inn á notendur og sýna þeim efni sem þau telja líklegra að þeim líki við.
Af hverju skiptir þetta máli? Því með þetta í huga er hægt að gefa sjálfum sér forgjöf í að pósta á Facebook.
Góð ráð um hvernig maður gerir árangursríkan póst á Facebook
Ná athygli viðskiptavinarins:
Það þarf að vera eitthvað ákveðið sem grípur notendann strax frá upphafi. Sjónrænt þarf pósturinn að vekja athygli og helst kalla á viðskiptavininn að tengja við sig!
Frábær mynd er algjört lykilatriði
Ef notast er við mynd þá skiptir öllu að hún sé upp á tíu og það má ekki gefa neinn afslátt af því!Litirnir í henni þurfa að vera heillandi og svo er óþarfi að nefna að hún þarf að vera í fókus, réttri stærð og svo framvegis.
Markmið myndarinnar er að notandinn stoppi og pæli aðeins í henni. Því næst viljum við að notandinn byrji að lesa textann sem fylgir myndinni og þannig höfum við náð að tengja hann (e. engage) við efnið okkar. Til þess að þessi röð atburða gangi upp þá þarf myndin að gera viðsfangsefnið spennandi.
Meira verður fjallað um myndir síðar í öðrum pósti.
Textinn þarf hvetja til tengingar
Textinn þarf að ná áhuga notendans frá upphafi og hvetja hann til þess að tengjast (e. engagement) efninu. Skrifa athugasemdir eða læka. Það er hægt að gera með ýmiskonar textum: Spurningum, staðreyndum, löngum heiðarlegum texta og stundum þarf það ekki einu sinni að vera texti heldur bara tjákn (e. emoji).
Textinn þarf að vera auðlesinn
Það þarf að huga vel að því hver aðalatriðin í textanum eru og hvernig hann lítur út sjónrænt. Hafa þarf í huga að flestir lesa ekki lengur texta heldur er hann skannaður. Því er mikilvægt að nota fyrirsagnir, greinaskil, áherslupunkta (e. bullet points), orð í hástöfum, tjákn (e. emoji) og fleira. Einnig er gott að hafa í huga að styttri texti virkar oftar betur en langur.
Tenglar hafðir með í textanum
Ef þú ert að deila tengli (e. link) þá getur verið gott að hafa hann einnig með í textanum. Þá má jafnvel skrifa sérstaklega „Kynntu þér svo málið hér: www.vefsíðaþínfyrirtækis.is“. Þetta er gert til að draga enn meiri athygli að tenglinum og þannig auka líkurnar á því að notendinn smelli á tengilinn.
Snjóboltaáhrifin
Þegar póstað er á Facebook þá vilja fyrirtæki auðvitað ná sem mestri dreifingu á efninu fyrir sem minnstan pening. Til þess þá þarf maður að nýta sér það sem ég kalla snjóboltaáhrifinn. Þau virka þannig að því fleiri sem tengjast efninu (e. engagement) því meiri dreifingu fær pósturinn. Pósturinn byrjar því sem eitthvað lítið og ómerkilegt en ef fólk byrjar nógu snemma að tengjast póstinum þá mun pósturinn fá meiri dreifingu. Ef fólk mun halda áfram að tengjast honum þá mun hann fá enn meiri dreifingu og svo framvegis. Þannig getur litli ómerkilegi snjóboltinn orðið að snjóðfljóði.
Markhópar skipta máli
Til þess að geta nýtt sér snjóboltaáhrifin þá er gott að skilja þá hópa sem eru á Facebook og hvernig þeir haga sér. Í mjög einföldu máli þá eru það aðalega konur á aldrinum 40+ sem eru líklegastar til þess að tengjast við efnið á einhvern hátt, t.d að læka eða skrifa athugasemdir. Yngra fólk er minna á miðlinum og ekki jafn duglegt við að tengjast efni en ef efnið hentar þeim þá eru þau alveg vís til þess.
Vert er að nefna að að við erum EKKI að mæla gegn því að nálgast ungt fólk á Facebook, þvert á móti, en það er gott að vita af þessu til þess að geta nýtt sér það.
Hvenær skal pósta
Þúsundir greina hafa verið skrifaðar um hvenær sé best að pósta á Facebook. Í stuttu máli þá er svarið að þó að það sé vissulega til betri tími en annar til að pósta á miðilinn þá er munur á milli vörumerkja og því mikilvægt að prófa sig áfram með sitt vörumerki. Það er þólógískt að pósta þegar flestir eru á síðunni eða eru að fara á síðuna. Því má áætla að í kringum hádegi eða kvöldmat sé góður tími. Við hjá MEIRA & MINNA mælum með upp úr 10:30 um morguninn.
Hversu oft skal pósta
Eins og útskýrt var hér í greininni um reiknirit Facebook þá viltu byggja upp einkunn fyrir síðuna þína. Það er að segja að vera með marga notendur sem læka pósta eða setja inn athugasemdir reglulega. Þannig nærðu til fleirri aðila frítt (e. organig reach). Til þess að ná þessu markmiði þá er ekki nóg að pósta bara öðru hverju, heldur er mikilvægt að gera það reglulega. Við mælum með að pósta svona 3 til 5 sinnum í viku.
Athugið að 2/3 hluta póstana ættu ekki að vera beinar auglýsingar. Heldur eitthvað áhugavert sem bætir ímynd vörumerkisins og hvetur notendur til að tengja við efnið.
Að „boost‘a“ pósta eða gera sér auglýsingar?
Erfitt að segja nákvæmlega hvort betra sé að boost‘a eða gera auglýsingar. Sérstaklega vegna þess að við erum ekki með neinar nákvæmar tölur til þess að staðfesta hvort sé betra. Að því sögðu þá af okkar reynslu að dæma þá erum við mun hrifnari af því að boost‘a pósta frekar en búa til sér auglýsingapósta. Ein helsta ástæða þess er að við erum ekki hrifinn af því að birta sömu auglýsinguna til lengri tíma er byggt á sömu ástæðu og við hvetjum til þess að pósta 3 til 5 sinnum í viku. Það hvetur fleiri til að tengjast síðunni. Því viljum við meina að skilar mun meiri árangri að vera með nýtt efni regulega og auglýsa það í 1 til 3 daga eftir þörfum (ekki í 4 daga eins og Facebook stingur upp á).
Samantekt
Eins og sést þá ef maður ætlar að ná verulegum árangri á samfélagsmiðlum þá þarf að huga að mörgu. Í grunninn er þetta þó einfalt því mestu máli skiptir era ð skilja markhópinn og búa til efni sem höfðar til hans, efni sem hann hefur tök á að tengjast og hafa skoðun á.
Listinn fyrir ofan er að sjálfsögðu ekki tæmandi og eins og áður hefur verið nefnt engin heilagur sannleikur. Þetta eru þó allt hlutir sem hafa hjálpað okkur að keyra þó nokkuð margar stórkostlega herferðir. Atriðin hér að ofan eiga það öll sameiginlegt að hafa verið góð og gild í næstum áratug.
Comments