top of page

Hvernig reikniritið (e. algorithm) hjá Facebook virkar

Writer's picture: Jakob ÓmarssonJakob Ómarsson

Updated: Sep 8, 2020

Í þessari grein langar okkur hjá MEIRA & MINNA að fara yfir nokkra hluti sem gott er vita ef maður ætlar að nýta sér Facebook út í hið ítrasta. Ekki verður farið yfir tól eða tækni heldur frekar útskýrt undirstöðuatriði sem skipta máli að vita til þess að skilja miðilinn betur. Fjallað verður um:

  • Hugmyndafræðina á bakvið reiknirit Facebook

  • Af hverju Facebook sýnir mismundi fólki mismunandi pósta

  • Hvaða hlutir vega þyngra en aðrir þegar kemur að tengingum (e. engagement)

Fyrirvari


Grein þessi er ætluð fyrst og fremst til að gefa skýrari mynd á því hvernig Facebook gerir hlutina. Hún er ekki, og ætti ekki að vera notuð sem, einhver sannleikur. Gögnin eru fyrst og fremst byggð á reynslu, rökstuddum ágiskunum (e. educated guess) og upplýsingum sem erfitt hefur verið að fá staðfest frá Facebook. Þau hafa þó reynst vel og með þeim höfum við náð að keyra þó nokkuð margar stórkostlega árangursríkar herferðir á Facebook og á öðrum svipuðum miðlum.


Reiknirit Facebook

Í sinni einföldustu mynd þá mætti segja að allir Facebook póstar eru með einkunn á bakvið sig. Einkunn þessi er byggð upp á mjög flóknu reikniriti (e. algorithm).


Hér áður fyrr hét það EdgeRank en árið 2011 var það lagt niður. Fáir, ef einhverjir, vita nákvæmlega hvernig þessi einkunn er byggð upp í dag en talið er að notuð sé gervigreind sem tekur tillit til fleiri en 100.000 þátta.

Þetta hljómar vissulega flókið en sem betur fer er þetta einfaldara en maður heldur. Aðeins með því að skilja hugmyndafræðina og einstaka þætti í reikniritinu þá er hægt að komast nokkuð langt.


Hugmyndafræðin


Hugmyndafræðin snýr fyrst og fremst út á að upplifun notendans sé sem best. Það er að segja að þau vilja halda notendanum eins ánægðum og hægt er, því það eykur líkur á því að notandinn haldi áfram að nota forritið. Facebook verðlaunar því pósta sem eru áhugaverðir með með því að gefa þeim meiri dreifingu.


Þessi fría dreifing kallast á Facebook-máli „Organic Reach“. Dreifing sem greitt er fyrir kallast „Paid Reach“ og samanlagt heitir þetta „Total Reach“. Hér áður fyrr þá var hægt að reka síður nánast eingöngu á frírri dreifingu en í dag er staðan allt önnur og þurfa síðar að greiða fyrir meirihlutann af allri dreifingu.


Eins og áður var sagt þá verðlaunar Facebook pósta fyrir að vera áhugaverðir. Vert er þó að taka sérstaklega fram að hér er átt við að vera áhugaverðir fyrir ákveðinn notenda. Það er að segja að notandi A gæti þótt hlutir áhugaverðir sem notandi B hataði, og öfugt.


Hvernig veit Facebook hvaða póstar eru áhugaverðir og hverjir ekki?


Facebook safnar gögnum um notendur sína í hvert sinn sem þeir gera eitthvað á Facebook. Því meiri upplýsingar því líklegra er Facebook til að spá rétt fyrir um hvaða póstar, hópar eða síður notandanum mun finnast áhugaverðir. Að sama skapi er hægt að yfirfæra þetta á vini sem notandinn er líklegur að þekkja og margt fleira.

Gögnin sem Facebook safnar vega samt ekki öll jafn þungt í reikniritinu, sumt vegur einfaldlega þyngra en annað.


Tengingar (e. engagement) eru dæmi um hluti sem vega þungt. Það eru:

  • Deilingar

  • Skrifa athugasemd

  • Like og önnur tákn við pósta

  • Að kvarta eða fela pósta vega líka mjög þungt. Það telst þó til neikvæðrar tengingar.

Atriði sem vega ekki jafn þungt en skipta máli:

  • Stoppa við póst (gefur til kynna lestur)

  • Stoppa við lestur athugasemda

  • Like á athugasemdir

  • Smella á mynd við póst

Þetta er þó ekki allt. Því svo skiptir einnig máli hvað Facebookvinir notendans gera, hvað notandinn hefur gert áður, í hvaða hópum notandinn er í, hverskonar tæki er notandinn í, hvaða síður notandinn hefur líkað við, hversu líklegur notandinn er að tengjast yfir höfuð (sumir kommenta eða læka aldrei) og svona væri hægt að telja upp ansi lengi. Öll gögn skipta sem sagt máli.

Þessi gögn eða tegundir af tengingum eru svo keyrð í gegnum reikniritið og gervigreindin hjá Facebook spáir fyrir um hvaða efni á að birta hjá hverjum og einum.



Hér eru nokkur dæmi:

  • Notandi A skrifar alltaf athugasemdir á pósta hjá knattspyrnufélagi Luton. Um leið og Luton póstar nýjum pósti, þá næst þegar notandinn skráir sig inn, mun nýji pósturinn vera efst í fréttaveitunni hjá notenda A.

  • Notandi A og Notandi B eru vinir á Facebook. Notandi B skrifar einnig alltaf athugasemdir hjá Knattspyrnufélagi Luton. Notandi B gefur nýrri síðu læk (Kebab staður) og er mjög duglegur að skrifa athugasemdir við póstana þeirra. Tengslin eru metin nógu sterk og þar af leiðandi mun Notanda A vera sýndir einstaka póstar frá Kebab staðnum.

  • Notandi A og notandi C eru vinir á Facebook og hafa verið í mörg ár. Notandi A og Notandi C hafa nánast aldrei átt nein samskipti í gegnum forritið. Notandi C skrifar nýjan póst sem fær 20 læk. Notandi A mun ekki vera sýndur pósturinn.

  • Mánuði síðar skrifar Notandi C fréttir um að hann hafi verið að eignast fjórbura. Pósturinn fær yfir 500 like og álíka margar athugasemdir. Notanda A mun vera sýndur pósturinn.

  • Notandi A byrjar í nýju námi. Allir í bekknum byrja að adda hvorum öðrum. Notandi samþykkir helminginn. Facebook sér að hópur af fólki er byrjaður að tengjast. Hinn helminginn mun Facebook leggja til við notendann að bæta við líka.

Hvernig má nýta sér þetta?


Það er ekki staðfest en það má áætla að hver síða fyrir sig á Facebook er með ákveðna einkunn. Því fleiri sem eru að tengjast síðunni á organic máta því betri einkunn er síðan með. Þó að þetta sé ekki staðfest þekking þá hjálpar þetta manni samt í að byggja upp góða og árangurríka Facebook síðu.


Þar af leiðandi er hægt að nýta sér þetta þannig með því að vera með þá stefnu að vera með áhugavert efni á Facebook sem fólk er líklegt til þess að tengjast við. Það er hægt að nýta sér þessa þekkingu til þess að berjast fyrir því að fá að setja meiri vinnu og fjármagn í Facebook því þannig getur síðan skilað verulega til baka. Og að lokum þá hjálpar þessi þekking í gjafaleikjum og í því samhengi viljum við sérstaklega benda á snjóboltaáhrifin. Meira er fjallað um snjóboltaáhrifin í pósti hér.


Að lokum þá langar okkur að benda á að þó að þessi grein hafi átt við Facebook þá má að öllum líkindum færa margt úr þessari grein yfir á aðra miðla líka sbr. Instagram og Twitter.



26 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page