top of page

Frí dreifing á póstum á Facebook

Writer's picture: Jakob ÓmarssonJakob Ómarsson

Snjóboltaáhrifin – fyrri hluti


Öll fyrirtæki vilja fá meiri dreifingu (e. reach) á Facebook fyrir minna fjármagn. Til þess þá þarf maður að nýta sér það sem við hjá MEIRA & MINNA köllum snjóboltaáhrifinn. Markmiðið með snjóboltaáhrifunum er að fá sem mesta fría dreifingu á því efni sem deilt er á Facebook. Það er að segja ef við líkjum póstinum við lítinn snjóbolta sem rúllar niður brekku þá mun hann stækka á meðan hann rúllar niður og ef hann rúllar nógu lengi þá gæti hann orðið að snjóflóði, en um leið og hann hættir þá brotnar hann niður.


Reiknirit Facebook


Fjallað var ítarlega um hvernig reiknirit Facebook virkar í öðrum pósti en í mjög stuttu máli þá verðlaunar Facebook pósta sem notendum þykja áhugaverðir með meiri dreifingu (e. organic reach). Facebook metur það svo að póstar sem fá fleiri jákvæðar tengingar (e. engagements) séu áhugavert efni og ýtir því þar af leiðandi til fleiri notenda. Það eru til ýmiskonar jákvæðar teningar en þær sem við hjá MEIRA & MINNA leggjum einna mesta áherslu á eru like, athugasemdir og deilingar.


Hvernig býr maður til pósta sem fá fleiri jákvæðar teningar?


Ýmsar leiðir eru til þess. Persónulega finnst okkur hjá MEIRA & MINNA best að hugsa þetta þannig að síðan sem við erum að stjórna þarf að byggja upp tengingar við notendur. Þetta er ekki gert með einum áhugaverðum pósti heldur mörgum. Þannig þegar við þurfum að fara í verulegt átak þá byrjum við að huga að því hvernig póstarnir eru. Hvað varðar tegundir póstar þá virka þessir nær alltaf:

  • Að spyrja spurninga

  • Fræðandi póstar með geggjaðri mynd

  • Kannanir

  • Hvetja fólk til þess að líka við eitthvað sem þeim þykir æðislegt

  • Þegar fyrirtæki eða aðrir aðilar láta gott af sér leiða

  • Ótrúleg verðlækkun á vinsælli vörum

  • Einlægir póstar um starfsfólk

  • Að vera með jákvæðan talanda

  • Og margt fleira

Annars þá er hér grein þar sem fjallað er ítarlega um hvernig maður nær árangri á Facebook.

Snjóflóðahætta

Snjóboltaáhrifin – Seinni hluti


Búinn að pósta, hvað þá?


Póstar eru mismikilvægir en þegar það skiptir öllu máli að dreifingin sé sem mest, þá er gott að muna eftir snjóboltaáhrifunum. Þar af leiðandi er tvennt sem skiptir mestu máli í þessu:

  1. Pósturinn þarf að ná að byrja að rúlla strax í upphafi

  2. Pósturinn þarf að rúlla áfram og áfram til þess að stækka og verða að snjóflóði

Þetta er gert með fleiri tengingum. Það þýðir að ef pósturinn fær ekki helling af jákvæðum tengingum á fyrstu mínútunum sem hann er „live“ þá mun hann í flestum tilvikum deyja út og maður yrði að grípa til þess að greiða fyrir dreifinguna.


Hvað ef pósturinn byrjar ekki að dreifa sér?

  • Pósturinn gæti ekki verið eins góður og aðilinn heldur.

    • Hér er lausnin að pósta nýjum. Prófa nýja mynd og breyta áherslum í texta.

  • Pósturinn gæti hafa verið settur fram á röngum tíma dags eða á röngum degi.

    • Prófa á öðrum tíma

  • Facebook er alltaf að draga úr því að póstar geti dreift sér frítt til þúsunda aðila. Þeir vilja auðvitað að greitt sé fyrir það. Þannig pósturinn gæti verið í góðu lagi.

    • Þetta gæti þó einnig verið merki um að pósturinn sé ekki eins góður og þörf er á og hér gæti því verið gott að boost‘a smá á móti. Ekki gera það fyrr en pósturinn hefur fengið að lifa í allavega klukkutíma eða tvo.

  • Ekki hefur verið sett nóga vinnu í að byggja upp síðuna og er ekki með nóg af notendum sem sjá póstana

    • Hér er lausnin að halda áfram að birta áhugavert efni og byggja síðuna upp



18 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page